Vindáttir

Höfuðátt er ein af aðaláttunum fjórum, norður, suður, vestur og austur, þær samsvara eftirfarandi gráðum á áttavita: norður 0°, austur: 90°, suður: 180°, vestur: 270°, hinar áttirnar sem eiga sér nafn eru milliáttirnar.

(Wikipedia)

wheel-of-directionsMælitækin í Helguvík og í Leirunni skrá vindátt sem stefnu í gráðum.  Það er tala á bilinu 0..359.  Á vefsíðunni er þessum gögnum varpað í helstu höfuð- og milliáttir eins og sjá má á þessari mynd.

 

 

 

Milliáttir

Milliáttir eru áttaheiti, sem liggja á milli höfuðáttanna fjögurra, norðurs, austurs, suðurs og vesturs. Höfuðáttirnar fjórar skipta sjóndeildarhringnum í fjóra fjórðunga, sem hver um sig er 90° þar eð áttirnar eru hornréttar. Í hefðbundinni siglingafræði er þessum níutíu gráðu bilum skipt hverju um sig í 8 jafna hluta með sjö milliáttum og verða þá 11,25° í hverjum hluta. Milliáttirnar heita nöfnum, sem dregin eru af heitum höfuðáttanna, svo sem hér greinir:

Frá norðri til austurs:
norður (höfuðátt)
(norður að austri)
norð-norð-austur
(norðaustur að norðri)
norðaustur
(norðaustur að austri)
aust-norð-austur
(austur að norðri)

Frá austri til suðurs:
austur (höfuðátt)
(austur að suðri)
aust-suð-austur
(suðaustur að austri)
suðaustur
(suðaustur að suðri)
suð-suð-austur
(suður að austri)

Frá suðri til vesturs:
suður (höfuðátt)
(suður að vestri)
suð-suð-vestur
(suðvestur að suðri)
suðvestur
(suðvestur að vestri)
vest-suð-vestur
(vestur að suðri)

Frá vestri til norðurs:
vestur (höfuðátt)
(vestur að norðri)
vest-norð-vestur
(norðvestur að vestri)
norðvestur
(norðvestur að norðri)
norð-norð-vestur
(norður að vestri)
norður (höfuðátt)

og er þá hringnum lokað. Þannig eru áttaheitin 32 alls, 4 höfuðáttir og 28 milliáttir.

By Denelson83 - eigin skrá, CC BY-SA 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=133748

By Denelson83 - eigin skrá, CC BY-SA 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=133748