Niðurhal

Gögn frá mælistöðvum umhverfis athafnasvæðið í Helguvík eru sótt sjálfkrafa og birt nánast í rauntíma. Gögnin eru ekki yfirfarin og geta því leynst í þeim einhverjar villur, til dæmis vegna bilana í búnaði. Einnig er mögulegt að sumar mælingar vanti vegna samskiptaörðugleika við mælistöðvar. Reglulega eru gögn sótt handvirkt í mælistöðvarnar og þau lesin inn í gagnagrunninn og þá fyllist í þessar holur. Þó er mögulegt að einhverjar mælingar séu bara alls ekki til staðar, til dæmis vegna viðhalds á tækjum eða bilana.

Gögnin eru birt í svokölluðu CSV sniði, en Excel getur til að mynda lesið slíkar skrár.