Skilgreiningar og orðalisti

Hugtak / orðSkýring
NOköfnunarefnismónoxíð
NO2köfnunarefnisdíoxíð
NOx (köfnunarefnisoxíð)er summa köfnunarefnismónoxíðs (NO) og köfnunarefnisdíoxíðs (NO2)
SO2brennisteinsdíoxíð
PMnnSvifryk þar sem korn hafa allt að nn míkrómetra þvermál. PM stendur fyrir 'Particle Matter'.
Menguner þegar örverur, efni og efnasambönd og eðlisfræðilegir þættir valda óæskilegum og skaðlegum áhrifum á heilsufar almennings, röskun lífríkis eða óhreinkun lofts, láðs eða lagar. Mengun tekur einnig til ólyktar, hávaða, titrings, geislunar og varmaflæðis og ýmissa óæskilegra eðlisfræðilegra þátta.
Mengunarefnieru efni sem eru í andrúmslofti og líklegt er að hafi skaðleg áhrif á heilbrigði manna og/eða umhverfið í heild.
Styrkur mengunarer styrkur mengunarefnis í andrúmslofti eða ákoma þess á yfirborð á ákveðnum tíma.
Heilsuverndarmörkeru mörk sem eiga að tryggja heilsu manna til lengri tíma.
Viðmiðunarmörkeru leyfilegt hámarksgildi mengunar í tilteknum viðtaka byggt á grundvelli vísindalegrar þekkingar í því skyni að koma í veg fyrir eða draga úr skaðlegum áhrifum á heilsu manna og/eða umhverfið.
Upplýsingamörkeru tiltekinn styrkur mengunarefna sem er ákvarðaður þannig að ef farið er yfir mörk efnanna skapast áhætta fyrir heilbrigði manna vegna skammvinnra váhrifa sem sérlega viðkvæmir hópar fólks verða fyrir og nauðsynlegt er að nýjustu og viðeigandi upplýsingar liggi fyrir um.
Viðvörunarmörkeru tiltekinn styrkur mengunarefna sem er ákvarðaður þannig að ef farið er yfir mörk efnanna skapast áhætta fyrir heilbrigði manna vegna skammvinnra váhrifa sem almenningur verður fyrir og skal gripið til viðeigandi ráðstafana tafarlaust.
VáhrifÁ við um áhrif sem ætla má að séu eða geti verið skaðleg fyrir lífverur, t.d. váhrif af/frá geislum, váhrif á fólk. Enska: exposure.